Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Victor I. Tatarintsev, tilkynnti formanni bankastjórnar Seðlabankans í morgun að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra, jafnvirði rúmlega 620 milljarða króna, á skráðu gengi Seðlabankans.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að lánið mun verða til 3 - 4 ára á kjörum sem munu verða á bilinu 30 - 50 punktum yfir Libor-vöxtum.  Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur staðfest þessa ákvörðun.
 
Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir, að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hafi hafið athugun á möguleikum á slíkri lánafyrirgreiðslu á miðju sumri. Sérfræðingar Seðlabanka og stjórnarráðsins munu halda til Moskvu mjög fljótlega.
 
Lánafyrirgreiðsla af þessu tagi mun treysta mjög gjaldeyrisforða Íslands og styrkja grundvöll íslensku krónunnar, að sögn Seðlabankans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK