Bandarísku bílafyrirtækin General Motors (GM) og Chrysler hafa hafið undirbúningsviðræður um hugsanlegan samruna þeirra, að sögn bandarískra fjölmiðla í dag.
Wall Street Journal segir að frekari viðræðum hafi verið frestað vegna umrótsins á fjármálamörkuðum að undanförnu. Samningaviðræðum verði haldið áfram þegar markaðirnir nái jafnvægi að nýju.
The New York Times sagði að um helmings líkur væru á því að samningar næðust um samruna og viðræðurnar gætu tekið margar vikur.
GM hóf rekstur fyrir hundrað árum og Chrysler fyrir 83 árum.