GM og Chrysler ræða samruna

Chrysler og GM sameinuð?
Chrysler og GM sameinuð? AP

Bandarísku bílafyrirtækin General Motors (GM) og Chrysler hafa hafið undirbúningsviðræður um hugsanlegan samruna þeirra, að sögn bandarískra fjölmiðla í dag.

Wall Street Journal segir að frekari viðræðum hafi verið frestað vegna umrótsins á fjármálamörkuðum að undanförnu. Samningaviðræðum verði haldið áfram þegar markaðirnir nái jafnvægi að nýju.

The New York Times sagði að um helmings líkur væru á því að samningar næðust um samruna og viðræðurnar gætu tekið margar vikur.

GM hóf rekstur fyrir hundrað árum og Chrysler fyrir 83 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK