Guernseybúar ósáttir við Breta

Sam­tök fólks sem átti inni­stæður á reikn­ing­um ís­lenskra banka á eynni Gu­erns­ey eru ósátt við bresk stjórn­völd, líkt og íbú­ar á eynni Mön. Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, hef­ur lofað því að tryggja inni­stæður á Bretlandi, en Gu­erns­ey­bú­ar vilja njóta sömu trygg­ing­ar.

Í bréfi, sem Gu­erns­ey­bú­inn Daniel Herz­berg sendi blaðinu The Times, seg­ir hann að sér líði eins og að Lands­bank­inn hafi svikið sig. Hann hafi verið full­vissaður um að inni­stæður hans væru ör­ugg­ar.

Sparnaður­inn fuðrar upp

Mark Stubbs, sem býr í Bang­kok, seg­ir að lang­flest­ir inni­stæðueig­enda hjá Kaupþingsút­i­bú­inu á Eynni Mön séu bresk­ir rík­is­borg­ar­ar sem búi er­lend­is. „Ég var ekki með reikn­ing­inn á Mön til að forðast skatt­greiðslur, held­ur vegna þess að sam­kvæmt bresk­um lög­um má ég ekki eiga breska reikn­inga nema ég búi í Bretlandi.“

Nú standi hann frammi fyr­ir því að bresk stjórn­völ muni taka af hon­um 20 ára sparnað. Hann hafi talið sig var­kár­an fjár­festi, sem leggði fyr­ir fé hjá virtri banka­stofn­un. Sparnaður­inn hafi hins veg­ar fuðrað upp þegar breska ríkið notaði hryðju­verka­lög á Kaupþing.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK