Seðlabanki andmælir Björgólfi

mbl.is/Ómar

Seðlabank­inn seg­ir að ekk­ert hafi verið minnst á flýtiaf­greiðslu breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins þegar rætt var við for­svars­menn Lands­bank­ans um hugs­an­lega fyr­ir­greiðslu vegna út­streym­is í úti­búi bank­ans í Bretlandi.

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son sagði í frétt­um Stöðvar 2 í gær­kvöldi, að bresk yf­ir­völd hafi boðist til að taka yfir alla Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans degi áður en neyðarlög­in voru sett á Íslandi. Það hafi þó verið gegn því að Lands­bank­inn greiddi 200 millj­ón­ir punda, eða því sem nem­ur um 37 millj­örðum króna, sem trygg­ingu. Seðlabank­inn hafi hins veg­ar hafnað ósk Lands­bank­ans um slíka fyr­ir­greiðslu og þar með hafi tæki­færið til að færa ábyrgð á reik­ing­un­um yfir til breska stjórn­valda gengið Íslend­ing­um úr greip­um.

Í at­huga­semd Seðlabank­ans seg­ir:

„Í bréfi til banka­stjórn­ar Seðlabanka Íslands mánu­dag­inn 6. októ­ber sl. kynnti banka­stjórn Lands­banka Íslands að bank­inn þyrfti fyr­ir­greiðslu að fjár­hæð 200 millj­ón­ir punda frá Seðlabanka Íslands vegna út­streym­is sem orðið hefði í úti­búi þeirra í Bretlandi auk 53 millj­óna punda láns vegna dótt­ur­fé­lags Lands­bank­ans í Lund­ún­um. Veru­legt út­streymi var úr úti­bú­inu helg­ina á und­an.

Í sam­töl­um við for­svars­menn bank­ans kom fram að jafn­vel þótt umbeðin fjár­hæð feng­ist væri alls ekki víst að hún dygði og lík­legt að fjárþörf­in gæti á ör­skömm­um tíma hækkað veru­lega, jafn­vel marg­fald­ast. Til­efni beiðninn­ar í bréfi Lands­bank­ans 6. októ­ber var út­streymið af inn­láns­reikn­ing­um. Ekki var minnst á flýtiaf­greiðslu breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Af fram­an­greind­um ástæðum er aug­ljóst að sú full­yrðing Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar að 200 millj­óna punda fyr­ir­greiðsla Seðlabanka Íslands hefði leyst all­an vanda Lands­banka Íslands á þess­um tíma stenst ekki. Eins er frá­sögn hans af rás at­b­urða röng.

Á þess­um dög­um virt­ist enn lík­legt að Seðlabank­inn yrði að fylgja eft­ir ákvörðun rík­is­stjórn­ar Íslands um hluta­fjár­fram­lag í Glitni að fjár­hæð 600 millj­ón­ir evra. Einnig hafði verið ákveðið að höfðu sam­ráði við for­sæt­is­ráðherra að lána Kaupþingi 500 millj­ón­ir evra til nokk­urra daga í þeim til­gangi að aðstoða þann banka við að mæta kröf­um breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins og annarra þarlendra stjórn­valda vegna stöðu dótt­ur­fyr­ir­tæk­is þess banka í Lund­ún­um.

Lík­leg fram­lög Seðlabank­ans vegna ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um Glitni og fyr­ir­greiðsla við Kaupþing höfðu þá þegar sett mikl­ar byrðar á gjald­eyr­is­vara­sjóð þjóðar­inn­ar og vara­samt var að ganga lengra í þeim efn­um."
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka