Ekki hægt að taka aðra ákvörðun

Sverrir Vilhelmsson

Gunn­ar Páll Páls­son, formaður VR og fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í Kaupþingi, seg­ist ekki geta séð að stjórn Kaupþings hafi getað tekið aðra ákvörðun en hún tók í sept­em­ber. Þar var ákveðið að fella niður per­sónu­leg­ar ábyrgðir starfs­manna bank­ans vegna lána sem tek­in voru vegna kauprétt­ar­samn­inga.Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu Gunn­ars Páls á vef VR.

„Eins og fram hef­ur komið í frétt­um samþykkti stjórn Kaupþings að fella niður per­sónu­leg­ar ábyrgðir starfs­manna bank­ans vegna lána sem tek­in voru vegna kauprétt­ar­samn­inga.

  1. Að segja við lyk­il­starfs­menn að selja hluta­bréf­in og greiða upp lán­in. Sala lyk­il­stjórn­enda á hluta­bréf­um er til­kynn­ing­ar­skyld til Kaup­hall­ar­inn­ar og því hefði sala bréf­anna vænt­an­lega leitt til ofsa­ótta á markaðinum og að öll­um lík­ind­um veru­legs söluþrýst­ings frá öðrum aðilum. Öll rök benda til að slíkt ferli hefði leitt til þess að hluta­bréf í bank­an­um hefðu fallið eins og steinn og hugs­an­lega leitt bank­ann í þrot af þeim sök­um.
  2. Að líta svo á að bank­inn væri traust­ur og að hann myndi kom­ast í gegn­um erfiðleik­ana. Hugs­an­lega mætti þó bú­ast við að hluta­bréfa­verð félli um 10-20% í viðbót í vet­ur en þegar rofaði til aft­ur, risi hluta­bréfa­verðið og veð bank­ans gagn­vart um­rædd­um skuld­um yrðu full­nægj­andi á ný. Ég leit svo á að við vær­um því ekki að samþykkja að fella niður skuld­ir held­ur að víkja tíma­bundið frá skil­mál­um um veðtrygg­ing­ar. Mark­miðið var að verja bank­ann frá falli. Því miður breytt­ist staðan og eft­ir á að hyggja var sú ákvörðun byggð á röng­um for­send­um.

Þegar ég fer yfir stöðuna aft­ur nú í ljósi þess sem gerðist eft­ir stjórn­ar­fund­inn í sept­em­ber á ég enn erfitt með að sjá að við hefðum getað tekið aðra ákvörðun. Ef við hefðum valið þá leið að segja starfs­mönn­um að selja hluta­bréf­in og greiða upp lán­in sæti fyrri stjórn bank­ans vænt­an­lega und­ir ekki síður harka­legri gagn­rýni um að hafa hyglt stjórn­end­um, að stjórn hafi séð fyr­ir það sem varð og heim­ilað starfs­mönn­um að selja á und­an öðrum til þess að þeir gætu greitt upp skuld­ir. Vænt­an­lega sæt­um við einnig und­ir gagn­rýni að sú aðgerð hefði leitt til falls bank­ans.

Ég tel að þessa stöðu bank­ans, varðandi hluta­bréfa­kaup starfs­manna, megi rekja til þess að farið var of geyst í að tengja hags­muni bank­ans við hags­muni starfs­manna. Sú leið að „ár­ang­ur­s­tengja laun" er hugs­an­lega góð á upp­gangs­tím­um en sýn­ir sig nú að geta haft skelfi­leg­ar af­leiðing­ar.

Ég hef setið í stjórn Kaupþings í 7 ár fyr­ir hönd líf­eyr­is­sjóðanna. Í nóv­em­ber 2003 sætti ég gagn­rýni fyr­ir setu mína í stjórn­inni en þá voru mikl­ar umræður í þjóðfé­lag­inu um samþykkt­ir stjórn­ar bank­ans um háar launa­greiðslur og kauprétti til yf­ir­manna hans.

Ég sat hjá við at­kvæðagreiðsluna í stjórn bank­ans um launa­kjör­in og bókaði and­stöðu mína þar sem fram kom að ég gæti ekki stutt þessa ákvörðun. Síðan þá, í anda góðra stjórn­ar­hátta, hef­ur starfs­kjara­stefna bank­ans og hluta­bréfa­kauprétt­ir verið lögð fyr­ir aðal­fundi Kaupþings. Eng­ar at­huga­semd­ir komu fram hjá hlut­höf­um við þessa stefnu.

Á fundi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna í VR í janú­ar 2004 lagði ég fyr­ir fund­inn hvort ég nyti trausts til setu í stjórn­um fyr­ir­tækja og banka fyr­ir hönd líf­eyr­is­sjóðsins. Niðurstaðan var af­ger­andi, rúm­lega 70% fund­ar­manna töldu að formaður VR í starfi sínu sem stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, ætti að sitja í stjórn­um fyr­ir­tækja og banka, hlut­verk hans ætti fyrst og fremst að vera að standa vörð um hags­muni sjóðsfé­laga. Seta í stjórn­um fyr­ir­tækja eða banka sem sjóður­inn hefði fjár­fest í væri mik­il­væg og gæfi full­trúa líf­eyr­is­sjóðsins færi á að hafa áhrif á stjórn­un viðkom­andi fyr­ir­tæk­is eða banka.

Ég vil líka taka fram að hvorki ég né eig­in­kona mín, Ásta Páls­dótt­ir sem starfar hjá Kaupþingi, erum í hópi þeirra sem hafa fengið niður­fell­ingu á per­sónu­leg­um ábyrgðum. Við erum bæði listuð upp í frétt í Morg­un­blaðinu, þriðju­dag­inn 4. nóv­em­ber sem þátt­tak­end­ur og inn­herj­ar í hluta­fjáraukn­ingu árið 2004.

Ásta eig­in­kona mín er skil­greind sem lyk­il­starfsmaður hjá Kauþingi  og vinn­ur við upp­gjör og skýrslu­gerð. Við hjón­in tók­um okk­ar hlut í hluta­fjáraukn­ing­unni, minn hlut­ur var um kr. 123.000 og hlut­ur kon­unn­ar um kr. 340.000. Við hjón­in átt­um sam­tals rúm­lega kr. 8 millj­ón­ir í hluta­bréf­um í Kaupþingi  við fall bank­ans, við skulduðum bank­an­um ekk­ert og eng­in lán voru felld niður," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu for­manns VR.

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR
Gunn­ar Páll Páls­son, formaður VR mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK