Sérfræðingur hjá bandaríska bankanum JPMorgan Chase spáir því að seðlabanki Bandaríkjanna muni lækka stýrivexti sína í tvígang á næstu tveimur mánuðum niðu í núll prósent til að freista þess að vega upp á móti verðhjöðnun í hagkerfinu.
Segir sérfræðingurinn, Michael Feroli, í bréfi til fjárfesta að hann spái því að seðlabankinn muni lækka stýrivextina um 0,5 présentustig á fundi sínum hinn 16. desember næstkomandi og aftur jafn mikið hinn 28. janúar á næsta ári. Þá segir hann að vextirnir verði að öllum líkindum núll prósent út árið 2009. Markmiðið sé að koma í veg fyrir verðfall á vörum og þjónustu, sem myndi auka atvinnuleysi, draga úr lánveitingum fjármálafyrirtækja og almennri neyslu almennings. Bloomberg-fréttastofan greinir frá þessu.