Nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Bjarni Þórður Bjarnason er fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Bjarni Þórður Bjarnason er fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. BOB STRONG

Bjarni Þórður Bjarna­son, fyrr­ver­andi for­stöðumaður fyr­ir­tækjaráðgjaf­ar Lands­banka Íslands, hef­ur ásamt sex öðrum sett á fót fyr­ir­tækið Arctica Fin­ance. Fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins, og einn stofn­end­anna, er Stefán Þór Bjarna­son, sem starfaði einnig hjá Lands­bank­an­um.

Aðrir stofn­end­ur og starfs­menn hins nýja fyr­ir­tæk­is eru Ólaf­ur Fin­sen, Bald­ur Stef­áns­son, Aðal­steinn Jóns­son, Jón Þór Sig­ur­vins­son og Gunn­ar Jó­hann­es­son.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Bjarna Þórði mun Arctic Fin­ance byggja þjón­ustu sína á því að veita fag­fjár­fest­um og öðrum fjár­sterk­um aðilum ráðgjöf, svo sem við kaup og sölu fyr­ir­tækja og eða rekstr­arein­inga, fjár­mögn­un, fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu og annað því tengt.

Ætl­un­in er að starf­semi Arctica Fin­ance verði fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins teyg­ir sig víða.

Starfs­menn Arctica Fin­ance hafa komið að mörg­um af stærstu viðskipt­um sem átt hafa sér stað hér á landi á und­an­förn­um árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK