Árslaun útvarpsstjóra 18 milljónir

Hús Ríkisútvarpsins.
Hús Ríkisútvarpsins. mbl.is/Árni Sæberg

Árs­laun Páls Magnús­son­ar, út­varps­stjóra, námu 18 millj­ón­um króna á síðasta rekst­ar­ári Rík­is­út­varps­ins ohf. sem lauk í ág­úst. Þetta svar­ar til 1,5 millj­óna króna á mánuði. Alls námu heild­ar­laun og þókn­an­ir til 11 helstu stjórn­enda Rík­is­út­varps­ins 112 millj­ón­um króna.

Fram kem­ur í árs­reikn­ing­um RÚV, sem birt­ir voru á heimasíðu Kaup­hall­ar Íslands á föstu­dag, að rekst­artap nam tæp­um 740 millj­ón­um króna. Gripið verður til um­fangs­mik­ils niður­skurðar í rekstri fé­lags­ins. 

Árs­reikn­ing­ar RÚV

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK