Vill ekki sjá Icesave-ábyrgð

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son gagn­rýn­ir vinnu­brögð rík­is­stjórn­ar­inn­ar harðlega í nefndaráliti vegna ábyrgðar rík­is­sjóðs á inni­stæðutrygg­ing­um á EES-svæðinu.

Stein­grím­ur lagði álit sitt fram, sem ann­ar minni­hluti ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, um þings­álykt­un­ar­til­lögu um samn­inga varðandi ábyrgð rík­is­sjóðs á inni­stæðutrygg­ing­um vegna úti­búa ís­lensku bank­anna á EES-svæðinu. Vís­ar Stein­grím­ur í fyrri yf­ir­lýs­ing­ar ráðherra í rík­is­stjórn­inni að ekki kæmi til greina að láta kúga Íslend­inga til upp­gjaf­ar í Ices­a­ve-deil­unni. Rætt hefði verið um laga­leg­an ágrein­ing sem Ísland ætti ský­laus­an rétt á að láta á reyna eft­ir lög­form­leg­um leiðum fyr­ir gerðardómi eða dóm­stóli.

„Þegar ákveðið var að sækja um lán hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum varaði und­ir­ritaður strax sterk­lega við að í þeirri ákvörðun og því ferli sem Ísland lenti þar inn í gagn­vart Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum fæl­ist jafn­framt ban­eitruð teng­ing yfir í hina óleystu deilu um Ices­a­ve-reikn­ing­ana. Þessu var í fyrstu neitað og sagt að ekki kæmi til greina að láta kúga okk­ur til upp­gjaf­ar í því deilu­máli til þess eins að geta leitað á náðir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Allt var þetta síðan gefið eft­ir af rík­is­stjórn­inni. Það sem menn hafa í þessu sam­bandi kallað „lausn“ er í raun ekk­ert annað en upp­gjöf, ósig­ur, tap,“ seg­ir Stein­grím­ur í áliti sínu sem lagt var fram fyrr í dag.

Lif­um í óviss­unni
Stein­grím­ur seg­ir jafn­framt að að aldrei fá­ist úr því skorið hvort Ísland var ein­göngu ábyrgt fyr­ir þeim fjár­mun­um sem til staðar áttu að vera í inn­láns­trygg­inga­sjóðnum eða hvort ís­lenska ríkið sé ba­ká­byrgt fyr­ir fjár­hæðum sem geta numið allt að 630 millj­örðum króna miðað við gengi evru og punds.

Stein­grím­ur seg­ir að und­ir­rit­un sam­komu­lags um ábyrgð vegna inn­láns­reikn­ing­anna hafi verið mis­tök. „Það er mat und­ir­ritaðs að með því að und­ir­rita sam­komu­lagið eða hin um­sömdu viðmið 18. nóv­em­ber sl. hafi Ísland tapað að veru­legu leyti víg­stöðu sinni eða samn­ings­stöðu í þessu máli og sé nú í afar erfiðri stöðu nema að málið verði fært aft­ur á byrj­un­ar­reit, sem mundi að sjálf­sögðu ger­ast ef Alþingi hafnaði því að veita stjórn­völd­um gal­opið umboð til samn­inga á þess­um grund­velli,“ seg­ir Stein­grím­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK