Vill gögn frá Lúxemborg

mbl.is

Skatta­yf­ir­völd á Íslandi leita nú leiða til þess að fá upp­lýs­ing­ar um viðskipti dótt­ur­fé­laga ís­lensku bank­anna í Lúx­em­borg í kjöl­far eig­enda­skipta á bönk­un­um.

„Vegna banka­leynd­ar í Lúx­em­borg höf­um við ekki getað fengið aðgang að þess­um upp­lýs­ing­um. Nú eru bank­arn­ir komn­ir í rík­is­eigu og við eru þess vegna að skoða hvort ein­hverj­ar leiðir séu til þess að afla þess­ara gagna í tengsl­um við mál ein­stak­linga og fé­laga sem eru til rann­sókn­ar hér,“ seg­ir Bryn­dís Kristjáns­dótt­ir skatt­rann­sókn­ar­stjóri.

Hún bend­ir á að hér á landi hafi banka­leynd orðið að víkja fyr­ir upp­lýs­inga­ákvæði skatta­lag­anna. Þetta hef­ur ekki verið hægt hingað til varðandi dótt­ur­fé­lög bank­anna í Lúx­em­borg. ingi­bjorg@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK