NBI og Landsvaki viðurkenna mistök

Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ýmis atriði varðandi peningamarkaðssjóði allra viðskiptabankanna.
Fjármálaeftirlitið rannsakar nú ýmis atriði varðandi peningamarkaðssjóði allra viðskiptabankanna. mbl.is/Golli

NBI hf. og Landsvaki hf. hafa viður­kennt að mis­tök hafi verið gerð þegar fjár­fest­ing í pen­inga­markaðssjóði Lands­bank­ans var í ein­hverj­um til­vika kynnt sem áhættu­laus. Þá hafa viðskipta­menn verið beðnir af­sök­un­ar. Gögn í mál­inu hafa verið send fjár­mála­eft­ir­lit­inu vegna þessa, seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá viðskiptaráðuneyt­inu.

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni að hóp­ur hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafa í pen­inga­markaðssjóði Lands­banka Íslands (Pen­inga­bréf Lands­bank­ans ISK) hafi gert ráðuneyt­inu grein fyr­ir ásök­un­um fjöl­margra ein­stak­linga um að markaðssetn­ing á pen­inga­markaðssjóði Lands­bank­ans hafi verið vill­andi og á köfl­um bein­lín­is röng.

„Í ofanálag eru uppi ásak­an­ir um að óeðli­lega stór­um hluta fjár­muna sjóðsins hafi verið fjár­fest í fé­lög­um tengd­um eig­end­um Lands­bank­ans. Enn­frem­ur eru uppi ásak­an­ir um að í fyrstu viku októ­ber­mánaðar þessa árs, hafi hlut­deild­ar­skír­tein­is­höf­um verið ráðið frá því að taka út fé sitt úr pen­inga­markaðssjóði þó ein­stök­um viðskipta­vin­um hafi verið ráðlagt að flytja fé sitt í ör­ugg­ara sparnaðarform.

Óum­deilt er að í til­tekn­um til­vik­um hafi fjár­fest­ing í pen­inga­markaðssjóði Lands­bank­ans verið kynnt sem áhættu­laus. NBI hf. og Landsvaki hf. hafa viður­kennt  að um mis­tök hafi verið að ræða og beðið viðskipta­menn af­sök­un­ar á þessu. Gögn í mál­inu hafa verið send fjár­mála­eft­ir­lit­inu vegna þessa.

Af þessu til­efni hef­ur viðskiptaráðherra sent fyr­ir­spurn til fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um viðskiptaráðuneyt­is­ins er Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) þessa stund­ina að rann­saka ýmis atriði varðandi pen­inga­markaðssjóðina allra viðskipta­bank­anna, þ.á.m. fjár­fest­ing­ar þeirra og markaðssetn­ingu. Rann­sókn er ekki lokið en FME legg­ur mikið kapp á að ljúka henni sem allra fyrst á nýju ári. Sé ástæða til mun FME vísa mál­inu til lög­reglu, sbr. 112 gr.d. laga nr. 161/​2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Vegna eðlis og um­fangs máls­ins er viðbúið að vænt­an­leg rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Alþing­is taki mál­efni pen­inga­markaðssjóða til sér­stakr­ar skoðunar.

Lík­legt er að ein­hverj­ir kjósi að skjóta ágrein­ingi til úr­sk­urðar­nefnd­ar um viðskipti við fjár­mála­fyr­ir­tæki eða að höfða mál gegn rekstr­ar­fé­lagi pen­inga­markaðssjóðsins.  Til að tryggja eðli­lega málsmeðferð er afar mik­il­vægt að eng­um mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um er varða rekst­ur sjóðsins og ráðstöf­un fjár­muna hans sé haldið frá hlutaðeig­andi. Viðskiptaráðherra tel­ur mjög brýnt að sam­setn­ing pen­inga­markaðssjóðs Lands­bank­ans verði gerð op­in­ber. Með því verði unnt að draga úr tor­tryggni milli málsaðila og stuðla að sann­gjarnri niður­stöðu máls­ins,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá viðskiptaráðuneyt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK