Evran hindraði gjaldþrot Möltu

Höfnin í Valetta, höfuðborg Möltu.
Höfnin í Valetta, höfuðborg Möltu.

For­sæt­is­ráðherra Möltu seg­ir í viðtali við þýskt dag­blað, að landið væri að öll­um lík­ind­um gjaldþrota og stæði mun verr en Ísland ef evr­unn­ar nyti ekki við. Samt hafi Malta ekki enn orðið fyr­ir barðinu á fjár­málakrepp­unni að neinu ráði.

„Ef evr­unn­ar nyti ekki við væri Malta senni­lega mun verr stödd en Ísland: við vær­um gjaldþrota," seg­ir Lawrence Gonzi   í viðtali við blaðið Frankfur­t­er All­gemeine Zeit­ung. „Evr­an forðaði okk­ur frá því í tíma, hún bjargaði okk­ur í raun."

Malta var áður með eig­in gjald­miðil, líruna. Gonzi sagði, að gengi henn­ar hefði verið nokkuð stöðugt en hag­kerfi Möltu hefði hins veg­ar verið afar viðkvæmt fyr­ir sveifl­um á öðrum gjald­miðlum. Malta tók upp evru í byrj­un síðasta árs og hef­ur til þessa sloppið að mestu við af­leiðing­ar alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar.

„Til allr­ar ham­ingju höf­um við sloppið til þessa. Bank­arn­ir okk­ar hafa alltaf haft nægt lausa­fé og tengj­ast ekki alþjóðleg­um bönk­um, sem nú eiga í mikl­um erfiðleik­um," sagði Gonzi við þýska blaðið.

Malta er eyja á Miðjarðar­hafi. Þar búa um 450 þúsund manns. Malta gekk í Evr­ópu­sam­bandið árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK