Krónan heldur áfram að veikjast

Krón­an hélt áfram að veikj­ast í gær eins og hún hef­ur gert nán­ast sam­fellt frá 12. þessa mánaðar. Geng­is­vísi­tala krón­unn­ar hækkaði um 1,3% og veikt­ist krón­an sem því nem­ur. Var geng­is­vísi­tal­an við lok viðskipta í gær 209,9 stig. Í lok dags þann 11. mars síðastliðinn var vísi­tal­an 186,5 stig. Hef­ur hún því hækkað um tæp 13% frá þeim tíma og krón­an því veikst svo að segja sem því nem­ur.

Þann 17. mars sl. var stór gjald­dagi á rík­is­bréf­um í eigu er­lendra fjár­festa. Ætla má að vaxta­greiðslur til þeirra eigi þátt í veik­ingu krón­unn­ar. Þá er lík­legt að lækk­un á stýri­vöxt­um Seðlabank­ans í síðustu viku eigi einnig sinn þátt sem og ný­legt inn­grip Fjár­mála­eft­ir­lits­ins í starf­semi Straums, SPRON og Spari­sjóðabank­ans.

Jón Bjarki Bents­son, sér­fræðing­ur hjá Grein­ingu Íslands­banka, seg­ir að til viðbót­ar við framan­nefnt virðist sem veru­leg­ur mis­brest­ur sé á því að út­flutn­ings­tekj­ur skili sér inn á markaðinn. „Þetta er eina hugs­an­lega skýr­ing­in á því hvað krón­an hef­ur veikst mikið og sam­fellt að und­an­förnu“ seg­ir hann. „Að öllu öðru óbreyttu ætti að vera meira flæði gjald­eyr­is inn á markaðinn en út af hon­um, en svo er ekki. Auðvitað er við því að bú­ast að sveifla geti verið í því frá degi til dags hvernig er­lendi gjald­eyr­ir­inn skil­ar sér, en þetta er hins veg­ar orðið það stöðugt og í það lang­an tíma, að ljóst virðist að fleiri vilji kaupa gjald­eyri en þeir sem eru að selja hann.“

Ekki eins og fyrr á ár­inu

„Þá virðist ljóst að Seðlabank­inn er ekki að láta til sín taka á gjald­eyr­is­markaðinum núna, eins og bank­inn gerði í janú­ar og fe­brú­ar. Það hef­ur líka mik­il áhrif,“ seg­ir Jón Bjarki.

Seðlabank­inn tjá­ir sig ekki um skamm­tíma­sveifl­ur á gjald­eyr­is­markaði, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá bank­an­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka