Skýrslu skilað í dag

Fjár­mála­fyr­ir­tækið Oli­ver Wym­an mun skila skýrslu um sam­hæft end­ur­mat á Nýja Lands­bank­an­um (NBI), Nýja Kaupþingi og Íslands­banka eigi síðar en á miðnætti í dag, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu (FME). Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að kynn­ing verði unn­in upp úr skýrsl­unni og hún gerð op­in­ber í kjöl­farið. Það gæti gerst strax á morg­un.

Oli­ver Wym­an hef­ur unnið að skýrsl­unni síðan end­ur­skoðun­ar­skrif­stof­an Deloitte skilaði inn loka­verðmati sínu á skuld­um og eign­um nýju bank­anna þriggja um síðustu mánaðamót.

Það mat hef­ur þegar verið kynnt stjórn­um bank­anna þriggja, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins.

Viðræður um skipt­ingu eigna að hefjast

Þær munu fara fram á milli ráðgjafa stjórn­valda, sem er enska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Hawkpo­int, og þriggja alþjóðlegra ráðgjafa sem skila­nefnd­ir bank­anna hafa ráðið til að sjá um hags­muni kröfu­hafa þeirra. Stefnt er að því að þess­um viðræðum ljúki í síðasta lagi 18. maí næst­kom­andi.

Ef ekki tekst að semja um niður­stöðu á þeim tíma er hluti kröfu­haf­anna reiðubú­inn að stefna rík­inu og bönk­un­um til að tryggja hags­muni sína.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK