Segja mikinn niðurskurð nauðsynlegan í fiskveiðiflota ESB

Evrópskir sjómenn hafa oft mótmælt niðurskurði á veiðikvótum en fiskistofnarnir …
Evrópskir sjómenn hafa oft mótmælt niðurskurði á veiðikvótum en fiskistofnarnir minnka stöðugt.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins seg­ir, að þörf sé á veru­leg­um niður­skurði í fisk­veiðiflota banda­lags­ins. Joe Borg, sem fer með sjáv­ar­út­vegs­mál í fram­kvæmda­stjórn­inni, sagði í dag að níu af hverj­um 10 fiski­stofn­um í lög­sögu banda­lags­ins væru of­veidd­ir. Fram­kvæmda­stjórn­in skoðar hvort taka eigi upp frjálst framsal á veiðikvót­um að ís­lenskri fyr­ir­mynd.

Í skýrslu, sem Borg lagði fram í dag, kem­ur fram að hætta sé á að 30% af fiski­stofn­un­um séu nýtt­ir um­fram viðkomu­getu. Ekki kom fram í máli Borgs hve mikið þyrfti að skerða veiðikvóta en hann sagði að þorsk­ur, lýs­ing­ur og bláugga-tún­fisk­ur væru mestri hættu.

Borg sagði, að veiðifloti Evr­ópu­sam­bands­ins væri allt of stór og veiðiget­an væri mun meiri en stofn­arn­ir stæðu und­ir.  

Í skýrsl­unni seg­ir, að nú­gild­andi fisk­veiðistefna, sem síðast var breytt árið 2002, hafi ekki reynst nægi­lega vel. Fram­kvæmda­stjórn­in legg­ur m.a. til að aðild­ar­ríki ESB skoði, hvort taka eigi upp frjálst framsal veiðikvóta, líkt og gert hef­ur verið á Íslandi, til að stuðla að sjálf­bær­um veiðum.

Sam­kvæmt nú­gild­andi kerfi tog­ast aðild­ar­ríki ESB á í lok hvers árs um hvernig skipta eigi heild­arkvót­an­um á milli sín og landskvót­un­um er síðan skipt milli út­gerða í hverju landi.

Nú hall­ast fram­kvæmda­stjórn­in hins veg­ar að því að taka eigi upp fram­selj­an­lega veiðikvóta þar sem veiðikvót­um er út­hlutað til út­gerða og síðan sé hægt að eiga viðskipti með kvót­ann á frjáls­um markaði. Kerfi af þessu tagi eru í gildi í Ástr­al­íu, Nýja-Sjálandi og Nor­egi auk Íslands.

„Það er tími til kom­inn, að henda sjáv­ar­út­vegs­stefn­unni í heild og horfa frek­ar til heild­stæðrar sjáv­ar­út­vegs­stefnu, sem Ísland og Nor­eg­ur hafa fram­fylgt með góðum ár­angri, hef­ur Daily Tel­egraph í dag eft­ir Nig­el Fara­ge, leiðtoga breska Sjálf­stæðis­flokks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK