Engin Icesave-greiðsla í 7 ár

Svavar Gestsson leiddi viðræður um lausn á Icesave-deilunni fyrir hönd …
Svavar Gestsson leiddi viðræður um lausn á Icesave-deilunni fyrir hönd Íslands. Kristinn Ingvarsson

Íslenska ríkið þarf ekki að byrja að greiða af höfuðstól láns sem Bret­ar veita því vegna Ices­a­ve deil­urn­ar fyrr en eft­ir sjö ár. Heild­ar­skuld­bind­ing­ar Íslands vegna Ices­a­ve verða upp á 650 millj­arða króna sam­kvæmt sam­komu­lag­inu og vext­irn­ir 5,5 pró­sent á ári, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Leggj­ast þeir við höfuðstól­inn þessi sjö ár en verða ekki greidd­ir strax.

Á þess­um sjö árum mun verða reynt að selja eign­ir Lands­bank­ans upp í skuld­ina. Einnig munu heil­brigð út­lána­söfn Lands­bank­ans safna tekj­um á þeim tíma, líkt og greint var frá í Morg­un­blaðinu síðastliðinn sunnu­dag. Að þeim lokn­um mun síðan koma í ljós hversu stór hluti af höfuðstóln­um muni lenda á ís­lensk­um skatt­greiðend­um. Þá verður einnig sá mögu­leiki fyr­ir hendi að aðstæður á lána­mörkuðum hafi breyst og að rík­inu bjóðist betri kjör ann­arstaðar en hjá Bret­um.

Svavar Gests­son, formaður samn­inga­nefnd­ar um Ices­a­ve-deil­una, kynnti þing­flokk­um stjórn­mála­flokk­anna þessa niður­stöðu í morg­un. Málið var síðan tekið fyr­ir á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í dag. Heim­ild­ir vefút­gáfu Morg­un­blaðsins herma að óánægju gæti inn­an hluta stjórn­ar­and­stöðunn­ar með þessa niður­stöðu. Nokkr­ir þing­menn vilja láta á það reyna hvort að ís­lenska rík­inu sé raun­veru­lega skylt til að standa við þær skuld­bind­ing­ar sem stofnað var til vegna Ices­a­ve-reikn­ing­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK