Landsbankinn veitti Jóni Ásgeiri Jóhannessyni lán í ársbyrjun 2007 til að fjármagna kaup á íbúð við Gramercy Park North í New York án veðtrygginga. Kaupverð íbúðarinnar var rúmlega 24 milljónir dollara, sem er rúmlega þrír milljarðar króna á núverandi gengi.
Hvorki var gefið út tryggingarbréf né veðskuldabréf vegna lánsins. Talið var að Jón Ásgeir væri borgunarmaður fyrir láninu en rekstur fyrirtækja hans var í miklum blóma á þessum tíma.