Óskað hefur verið eftir gjaldþrotaskiptum hjá rússneskum gerðardómi í Udmuriya héraði, vegna verksmiðjunnar Izhmash, sem framleiðir hina þekktu Kalashnikov riffla, en umrædd verksmiðja er stærsti riffilframleiðandi landsins.
Beiðnin var lögð inn af fyrirtækinu Gremika og verður tekin fyrir þann 7. október en tengsl Izhmash og Gremiak voru ekki skýrð frekar.
Kalashnikov riffillinn, sem er eitt þekktasta skotvopn heims, var hannaður í Sovétríkjunum sálugu, á fimmta áratug síðustu aldar af Mikhail Kalashnikov og hefur allar götur síðan verið mikið notaður í ýmis konar hernaði um allan heim.
Samkvæmt rússnesskum fjölmiðlum hefur fyrirtækið sem er í meirihlutaeigu rússneska ríkisins, ekki farið varhluta af áhrifum efnahagskreppunnar en pantanir á vörum til varnarmála hafa hrunið. Af skuldum félagsins séu nú um þrettán milljónir bandaríkjadala fallnar í gjalddaga.