Störf um 300 manna tengjast tölvuleikjum

Mynd tekin úr Eve Online
Mynd tekin úr Eve Online CCP/Eve Online

Tíu fyr­ir­tæki tölvu­leikja­fram­leiðenda hafa stofnað með sér ný sam­tök. Þau kynntu starf­semi sína á föstu­dag í hug­mynda­húsi há­skól­anna við Grandag­arð und­ir merkj­um Sam­taka leikja­fram­leiðenda, það er IGI – Icelandic Gaming Indus­try.

Á Íslandi starfa um 300 manns við þróun, markaðssetn­ingu og sölu á tölvu­leikj­um. Mik­ill vöxt­ur hef­ur verið í þess­um geira síðasta ár þrátt fyr­ir niður­sveiflu í öðrum grein­um. Sam­eig­in­leg­ar tekj­ur leikja­fyr­ir­tækja í ár stefna í rúm­lega 10 millj­arða króna og flest leita þau að starfs­fólki til að mæta auk­inni eft­ir­spurn. Stærstu fyr­ir­tæk­in eru CCP sem rek­ur EVE On­line og hef­ur tvo aðra leiki í þróun, Betware sem þróar lausn­ir fyr­ir happ­drætti og Gogogic sem smíðar iP­ho­ne og fjöl­spil­un­ar­leiki. Auk þeirra eru smærri fyr­ir­tæki í vexti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK