Fasteignaverð á uppleið í Bretlandi

Reuters

Íbúðaverð hækkaði um 1,6% í Bretlandi í síðasta mánuði og er þetta þriðji mánuður­inn í röð þar sem fast­eigna­verð hækk­ar þar í landi. Þykir þetta vís­bend­ing um að efna­hags­ástandið sé að batna í Bretlandi, sam­kvæmt nýj­um töl­um frá íbúðalána­fyr­ir­tæk­inu Halifax, sem er dótt­ur­fé­lag Lloyds Bank­ing Group.

Hins­veg­ar er fast­eigna­verð enn 7,4% lægra held­ur en það var fyr­ir tólf mánuðum síðan.Í til­kynn­ingu frá Halifax kem­ur fram að hækk­un­ina á milli mánaða megi meðal ann­ars skýra með auk­inni eft­ir­spurn og litlu fram­boði á sölu. 

Sam­kvæmt Halifax er meðal­verð á bresku heim­ili nú 163.533 pund, 32,5 millj­ón­ir króna.  

Síðar í vik­unni verður kynnt stýri­vaxta­ákvörðun Eng­lands­banka og er fast­lega gert ráð fyr­ir því að stýri­vöxt­um verði haldið óbreytt­um í 0,5%.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK