Eignir Landsbankans rýrna

Eign­ir þrota­bús Lands­bank­ans hafa rýrnað frá því í sum­ar og nema nú 1164 millj­örðum. End­ur­heimtu­hlut­fall vegna for­gangskrafna í þrota­bú bank­ans verður því um það bil 88%, miðað við það mat. Í júnílok voru eign­ir þrota­bús­ins tald­ar nema 1190 millj­örðum króna og end­ur­heimtu­hluta­fall yrði um 90%.

Kröfu­hafa­fundi Lands­bank­ans lauk á fjórða tím­an­um í dag. Um það bil 160 manns sóttu fund­inn fyr­ir hönd kröfu­hafa. Greint var frá því að eign­ir bank­ans hefðu lækkað í verði frá miðju sumri, en verðmæti þeirra er nú um 1164 millj­arðar króna að mati skila­nefnd­ar. Samþykkt­ar for­gangs­kröf­ur, sem nán­ast all­ar eru til­komn­ar vegna Ices­a­ve-reikn­inga bank­ans, nema ríf­lega 1273 millj­örðum.

Helsta ástæðan eignarýrn­un­ar þrota­bús­ins eru að sögn skila­nefnd­ar bank­ans geng­is­styrk­ing krón­unn­ar frá miðju sumri. Um þrír fjórðu eigna bank­ans eru í er­lendri mynt, og því or­sak­ar geng­is­styrk­ing krón­unn­ar minni end­ur­heimt­ur upp í Ices­a­ve-skuld­bind­ing­una.

Skila­nefnd Lands­bank­ans hef­ur gefið sér 5-7 ár til að vinna úr eign­um bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka