Fréttaskýring: Ský við sjóndeildarhring Evrópusambandsins

Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu. reuters

Ákvörðun Evrópska seðlabankans um að draga úr fjárhagsaðstoð við evrópska banka gæti haft alvarleg áhrif á einstök ríki Evrópusambandsins, að mati athafnamannsins Simon Nixon.

Í grein sem Nixon skrifaði í Wall Street Journal, segir að evrópskir bankar hafi einkum notað lausafé frá seðlabankanum til að kaupa ríkisskuldabréf í heimaríkjum sínum. Útgáfa ríkisskuldabréfa muni slá fyrri met á næsta ári, nettó útgáfa ríkisbréfa muni nema alls 16 prósentum af ríkisbréfamarkaðnum á evrusvæðinu og 26 prósentum í Bretlandi.

Þegar seðlabankinn skrúfi fyrir fjárstreymið þurfi lánastofnanir, sem hingað til hafa notað skammtímalán frá honum til ríkisbréfakaupa, að selja bréf. Reyndar gerðist það strax eftir yfirlýsingu seðlabankans að grískir bankar seldu umtalsvert magn grískra ríkisbréfa.

Þessir samverkandi þættir, meira framboð ríkisbréfa og minnkandi eftirspurn - eða kaupgeta öllu heldur - frá lánastofnunum muni hækka ávöxtunarkröfu sem einstök ríki þurfi að sætta sig við.

Ríkisfjármál sumra Evrópusambandsríkja eru nú þegar í miklum ólestri. Skuldir þriggja aðildarríkja, Belgíu, Ítalíu og Grikklands eru nú þegar 100 prósent af vergri landsframleiðslu (VLF) og ríkjum í sömu stöðu mun fjölga á næsta ári. Á heildina séð er halli á rekstri ríkissjóða á evrusvæðinu 7 prósent af VLF. Ríki eru hins vegar samningsbundin til að halda hallanum innan við þrjú prósent.

Ljóst má vera að hækki ávöxtunarkrafa á skuldabréf þeirra ríkja, sem eiga í mestum vanda munu þau eiga í enn meiri erfiðleikum en fyrr með að rífa sig upp úr skuldafeninu og hætt er við því að hallareksturinn versni og skuldirnar aukist.

Almennt er gert ráð fyrir því að ESB komi einstökum ríkjum til aðstoðar ef með þarf, en Nixon telur það hins vegar háð því að viðkomandi ríki hafi sýnilega reynt að laga við ríkisreksturinn.

Við sjóndeildarhringin glittir svo í uppsafnaðan eftirlaunavanda þeirra ríkja sem hafa svokallað gegnumstreymiskerfi. Fjölgar þeim stöðugt sem fara á eftirlaun, en vinnandi þegnum fækkar hins vegar hlutfallslega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK