Óttast að evran hrynji

Þýsk frétta­stofa seg­ir, að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ótt­ist að gjald­miðils­sam­starfið á evru­svæðinu kunni að hrynja sam­an vegna þess hve sam­keppn­is­staða ríkj­anna 16, sem nota evru sem gjald­miðil, er mis­mun­andi.

Þetta er talið geta grafið und­an trausti á evr­unni, að sögn þýsku frétta­stof­unn­ar  DPA. Sagt er frá mál­inu á vef danska blaðsins Jyl­l­ands-Posten, í dag.

Frétta­stof­an seg­ir, að Olli Rehn, sem nú fer með efna­hags- og pen­inga­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, hafi einkum áhyggj­ur af stöðu þeirra landa, sem eru með mikl­ar op­in­ber­ar skuld­ir. 

Þetta eru einkum Írland, Grikk­land og Spánn sem berj­ast nú við aukn­ar vaxta­greiðslur og fjár­laga­halla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka