Krónan er að styrkjast

Krónan er að styrkjast.
Krónan er að styrkjast. Heiðar Kristjánsson

Gengi krónunnar hefur styrkst talsvert í dag og raunar undanfarna daga. Gengisvísitala meðalgengis hjá Seðlabankanum lækkaði um 0,6% og var 230,26. Í nóvember s.l. fór hún uppundir 240 stig.

Guðmundur Daðason, gjaldeyrismiðlari hjá Íslandsbanka, benti á að krónan hafi verið að styrkja sig í sessi jafnt og þétt frá því um miðjan nóvember sl. Evran hafi t.d. lækkað úr um 187 kr. þá í 175 kr. nú.

Hann taldi hert gjaldeyrishöft vera meginskýringu á styrkingu krónunnar. Þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður einnig að skila sér. Afgangur upp á tíu milljarða, eins og var í janúar s.l. hafi áhrif til styrkingar krónunni ef sá gjaldeyrir skili sér inn á markaðinn

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK