Gylfi: Þurfum traustari grunn en krónuna

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon mbl.is/Ómar

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, seg­ir að í hans huga leiki eng­inn vafi á því að mjög erfitt verður að byggja upp skil­virkt fjár­mála­kerfi hér­lend­is án þess að það fái traust­ari grunn til að byggja á en ís­lensku krón­una. Þetta kom fram í er­indi ráðherra á árs­fundi Seðlabanka Íslands.

Gylfi seg­ir að hann hafi ákveðið að hefja vinnu við end­ur­skoðun lög­gjaf­ar um Seðlabanka Íslands, sem miði að því að tryggja sjálf­stæði Seðlabank­ans enn bet­ur, skýra til framtíðar mark­mið bank­ans og end­ur­skoða þau tæki sem bank­inn get­ur beitt við að ná þeim.

Einka­væðing­in gafst enn verr en rík­is­rekst­ur­inn

„Lengst af var ís­lenska fjár­mála­kerfið að mestu rík­is­rekið og ítök stjórn­mála­manna í því voru mik­il. Það kerfi gafst afar illa.

Síðan var fjár­mála­kerfið einka­vætt og nær öll­um höml­um af því létt. Það gafst enn verr. Því kerfi tókst, þótt ótrú­legt megi virðast, á ör­fá­um árum að valda tjóni sem sam­svar­ar marg­faldri lands­fram­leiðslu Íslands. Hvor­ugt kerfið verður end­ur­reist," seg­ir  Gylfi.

Hann seg­ir ýms­um spurn­ing­um um þetta nýja fjár­mála­kerfi enn ósvarað.

„Sú stærsta er hvaða mynt það mun nota. Óhjá­kvæmi­legt er að fyrstu árin verður grunn­ur þess ís­lenska krón­an, með öll­um sín­um kost­um og göll­um. Fljót­lega mun­um við Íslend­ing­ar hins veg­ar þurfa að gera upp hug okk­ar um það hvort svo skuli vera til fram­búðar eða hvort evr­an á að leysa ís­lensku krón­una af hólmi.

Í mín­um huga leik­ur eng­inn vafi á því að mjög erfitt verður að byggja upp skil­virkt fjár­mála­kerfi hér­lend­is án þess að það fái traust­ari grunn til að byggja á en ís­lensku krón­una. Reyn­um við það þá munu Íslend­ing­ar fyr­ir­sjá­an­lega búa áfram við óstöðugra verðlag, meiri geng­is­sveifl­ur og hærri vexti, bæði raun­vexti og nafn­vexti, en viðskipta­lönd okk­ar.

Þá mun­um við jafn­framt áfram ein landa í okk­ar heims­hluta búa við tví­skipt­an gjald­miðil, verðtryggðar og óverðtryggðar krón­ur. Kost­ir sveigj­an­leik­ans sem sjálf­stæð mynt gef­ur vega ekki þungt á móti þessu.

Jafn­vel þótt við sætt­um okk­ur við banka­kerfi sem verður lítið og að veru­legu leyti ein­angrað frá banka­kerf­um ná­granna­land­anna, líkt og hið ís­lenska var lengst af, þá fylgja því mikl­ir ókost­ir að byggja það á óstöðugri mynt," seg­ir Gylfi Magnús­son.

Verðgildi krón­unn­ar hef­ur rýrnað um 99,9%

Að sögn Gylfa þarf að bæta fyr­ir synd­ir margra ára­tuga. Íslenska krón­an hef­ur misst meira en 99,9% af kaup­mætti sín­um, mæld­um í dönsk­um krón­um, frá því að skilið var end­an­lega á milli þess­ara gjald­miðla fyr­ir rúm­um sjö­tíu árum. Hef­ur þó líka verið verðbólga í Dan­mörku.

„Skýr­ing þessa ligg­ur ekki ein­göngu, jafn­vel ekki nema að litl­um hluta, inn­an Seðlabank­ans sjálfs. Hún ligg­ur ekki síður í því hve skelfi­lega ís­lensk­ir stjórn­mála­menn fóru með bank­ann ára­tug­um sam­an með af­skipt­um sín­um af hon­um og ákvörðunum hans og með meingallaðri lög­gjöf.

Það stend­ur því ekki ein­göngu upp á Seðlabank­ann að senda frá sér skila­boð um breytta tíma. Það er ekki síður mik­il­vægt að bank­inn fái skýr skila­boð frá þeim sem móta um­gjörð hans um eðlis­breyt­ingu á henni.

Það verður að hluta gert með breyt­ing­um á lög­um. Fyrstu skref­in í þá átt hafa þegar verið stig­in. Eitt þeirra var að koma á fót sér­stakri, sjálf­stæðri pen­inga­stefnu­nefnd. Ekki er langt um liðið síðan þetta var gert og því lít­il reynsla kom­in á nýtt fyr­ir­komu­lag.

Tel ég þó óhætt að full­yrða að þessi breyt­ing hafi verið mjög til bóta. Fund­ar­gerðir nefnd­ar­inn­ar, sem eru birt­ar op­in­ber­lega, bera merki um vel und­ir­bún­ar og rök­studd­ar ákv­arðanir.
Það ligg­ur í hlut­ar­ins eðli að ákv­arðanir nefnd­ar sem þess­ar­ar geta verið um­deild­ar. Slík umræða er eðli­leg en það er afar mik­il­vægt að nefnd­in fái að starfa í friði og án óeðli­legs þrýst­ings frá vett­vangi stjórn­mál­anna. Sá sem ætti síst allra að reyna að segja henni fyr­ir verk­um er ráðherr­ann sem fer með mál­efni Seðlabank­ans,"seg­ir ráðherra efna­hags- og viðskipta.

Langt í land að ávinna traust á ný

Að sögn Gylfa  er nýtt fjár­mála­kerfi  risið úr rúst­um þess sem hrundi en það á langt í land með að vinna sér traust, hvort held­ur er inn­an­lands eða utan. Það er eðli­legt í ljósi þess sem á und­an hef­ur gengið, að sögn Gylfa.

„Fjár­mála­fyr­ir­tæki verða ekki hvítþveg­in þótt skipt sé um stjórn­end­ur, eig­end­ur, nafn og kenni­tölu og ógreidd­ir reikn­ing­ar eft­ir­látn­ir þrota­bú­um.
Það sama á að ýmsu leyti við um Seðlabank­ann og al­menn fjár­mála­fyr­ir­tæki. Það næg­ir ekki til að end­ur­reisa bank­ann að skipa hon­um nýja stjórn­end­ur og fjár­magna að nýju. Gera þarf skýr skil milli fortíðar og framtíðar. Nýir stjórn­end­ur end­ur­reists Seðlabanka þurfa ekki að svara fyr­ir gerðir for­vera sinna en þeir þurfa að sýna með óyggj­andi hætti fram á að þeir skilji hvað fór úr­skeiðis á árum áður og að þeir muni sjálf­ir fara allt öðru vísi að.

Sé hægt að senda þjóðinni ein­hver skila­boð á hálfr­ar ald­ar af­mæli bank­ans ættu þau að mínu mati að vera að næsta hálfa öld­in verði allt öðru vísi en sú fyrsta í lífi Seðlabank­ans. Reynsla fortíðar­inn­ar er svo dýru verði keypt að annað verður aldrei hægt að sætta sig við.

Árs­skýrsla Seðlabanka Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK