SAS varar við uppsögnum út af eldgosinu

00:00
00:00

Skandína­víska flug­fé­lagið, SAS, varaði við því í kvöld að það myndi jafn­vel segja 2.500 starfs­mönn­um tíma­bundið á mánu­dag ef áfram þarf að fresta flugi vegna eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli. Um er að ræða laus­ráðna starfs­menn SAS í Nor­egi.

Við höf­um varað við því að þurfa að segja upp 2.500 starfs­mönn­um í Nor­egi tíma­bundið frá og með mánu­degi ef áfram þarf að af­lýsa flugi vegna ösku frá eld­gos­inu, sagði talsmaður SAS, Elisa­beth Manzy, í sam­tali við AFP frétta­stof­una í kvöld.

Eru það ein­ung­is starfs­menn SAS í Nor­egi sem hafa fengið slíka viðvör­un þar sem lög í Nor­egi krefjast þess að laus­ráðnir starfs­menn fái tveggja daga fyr­ir­vara a slík­um upp­sögn­um. En starfs­menn í Dan­mörku og í Svíþjóð eiga hið sama einnig yfir höfði sér ef ekki verður hægt að fljúga á mánu­dag.

BBC fjall­ar um mar­tröð evr­ópskra flug­fé­laga - eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli

SAS er byrjað að vara starfsmenn við því að þeir …
SAS er byrjað að vara starfs­menn við því að þeir geti misst vinn­una vegna eld­goss­ins Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK