Áhrif eldgosa á markaði gætu orðið veruleg

Mökkur stígur upp af Eyjafjallajökli í byrjun gossins.
Mökkur stígur upp af Eyjafjallajökli í byrjun gossins. mbl.is/Golli

Áhrif eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli á hluta­bréfa­markaði gætu orðið veru­leg ef gosið dregst á lang­inn.

Ragn­ar Þóris­son hjá vog­un­ar­sjóðnum Bor­eas Capital seg­ir að strax á miðviku­dags­morg­un­inn 14. apríl hafi sjóður­inn tekið skort­stöðu í skandi­nav­ísk­um flug­fé­lög­um, og marg­ir hafi fylgt í kjöl­farið.

Þau viðskipti hafi strax skilað ágætri ávöxt­un á nokkr­um dög­um, sam­fara geng­is­falli hluta­bréfa skráðra flug­fé­laga.

Strax eft­ir að aska úr Eyja­fjalla­jökli hóf að dreifa sér yfir Evr­ópu lögðust flug­sam­göng­ur niður í mörg­um lönd­um, sér­stak­lega í norðan­verðri Evr­ópu. Eitt­hvað er tekið að rofa til í þeim efn­um, þó áætlan­ir ein­hverra flug­fé­laga séu enn í tals­verðu upp­námi.

Sjá nán­ar um þetta mál í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag - og um áhrif og af­leiðing­ar eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli í aðal­blaði Morg­un­blaðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK