Askar óska eftir slitameðferð - bráðabirgðastjórn skipuð í Avant

Stjórn Aska Capital samþykkti í dag að óska eft­ir slitameðferð á fé­lag­inu hjá dóm­stól­um.

Þá hef­ur stjórn bíla­lána­fyr­ir­tæk­is­ins Avant, dótt­ur­fé­lags Aska Capital, óskað eft­ir því að Fjár­mála­eft­ir­litið skipi bráðabirgðastjórn fé­lags­ins. Seg­ir í til­kynn­ingu að dóm­ur Hæsta­rétt­ar um ólög­mæti geng­is­trygg­ing­ar lána hafi haft mik­il áhrif á  efna­hag fyr­ir­tækj­anna.

Þann 31. maí voru eign­ir Avant metn­ar á um 23 millj­arða króna. Eft­ir dóm­inn eru eign­irn­ar metn­ar á 9-13 millj­arða króna eft­ir því hvaða vaxtaviðmiðun er notuð. 

Í til­kynn­ingu seg­ir, að vegna óvissu um vaxta­út­reikn­ing geng­islána hafi kröfu­haf­ar ekki náð niður­stöðu um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu Avant en gert sé ráð fyr­ir að niðurstaða fá­ist þegar þeirri óvissu létt­ir. Þar sem eig­in­fjárstaða fé­lags­ins sé nei­kvæð um að lág­marki 10 millj­arða króna og end­ur­skipu­lagn­ing óvissu háð telji stjórn fé­lags­ins sig ekki hafa umboð til áfram­hald­andi setu og  því óskað eft­ir því að bráðabirgðastjórn verði skipuð.

Þá seg­ir, að staða Aska Capital sé mjög háð af­komu Avant. 31. maí hafi eign­ir Aska verið metn­ar á 10 millj­arða króna og skuld­ir tald­ar 6,5 millj­arðar. Ask­ar eigi kröfu á Avant sem var met­in á 7 millj­arða króna í maílok. Þessi krafa gjald­fær­ist að fullu eft­ir dóm Hæsta­rétt­ar og því verði eig­in­fjárstaða fé­lags­ins nei­kvæð um 3,5 millj­arða króna. Þar sem ekki liggi fyr­ir sam­komu­lag við kröfu­hafa um end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins hafi stjórn Aska samþykkt að óska eft­ir slitameðferð.

Fjár­fest­ing­ar­bank­inn Ask­ar Capital var hluti af Milest­one-veldi Karls og Stein­gríms Werners­sona. Bank­inn var stofnaður árið 2007 og var for­stjóri þá Tryggvi Þór Her­berts­son.

Við stofn­un­ina var til­kynnt að starfs­menn bank­ans væru um 80 og starfs­stöðvar væru á Íslandi í Lúx­em­borg og Rúm­en­íu og að ætl­un­in væri að opna í þrem­ur lönd­um til viðbót­ar. Ask­ar Capital voru mikið í svo­kölluðum fast­eigna­verk­efn­um og hafði fyr­ir­tækið  um­svif víða. Verk­efn­in gengu þó mis­jafn­lega, m.a. tapaði fé­lagið 1,4 millj­örðum á húsi með þrem­ur lúxus­í­búðum í Hong Kong eða 1,2 millj­ón­um á hvern fer­metra.

Fram kom í síðustu viku, að viðræður væru hafn­ar um kaup Sögu Capital á hluta starf­semi Aska Capital.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK