Bera ekki ábyrgð á innstæðum

Reuters

Fram­kvæmda­stjórn ESB tel­ur að ríki á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á inn­stæðum í fölln­um bönk­um um­fram greiðslu­getu inn­stæðutrygg­inga­sjóða. Er fram­kvæmda­stjórn­in þar á önd­verðum meiði við Eft­ir­lits­stofn­un EFTA  (ESA) sem tel­ur að slík ábyrgð gildi.

Kem­ur þetta fram í svari fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar við fyr­ir­spurn norska vef­miðils­ins ABC Nyheter. Til­skip­un ESB um inn­stæðutrygg­ing­ar segi skýrt að bank­arn­ir verði að fjár­magna inn­stæðutrygg­inga­kerfið að stærst­um hluta.

Staðan sögð önn­ur á Íslandi

Í til­viki Íslands er fram­kvæmda­stjórn­in þó á sömu skoðun og ESA og tel­ur að ís­lenska rík­inu beri að greiða inn­stæður á Ices­a­ve reikn­ing­um í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyr­ir því.

Ann­ars veg­ar hafi út­færsl­an á ís­lenska inn­stæðutrygg­inga­sjóðnum ekki upp­fyllt skil­yrði til­skip­un­ar­inn­ar um inn­stæðutrygg­ing­ar. Hins veg­ar verði að horfa til þess að ís­lensk­ir inn­stæðueig­end­ur fengu sín­ar inn­stæður tryggðar að fullu ólíkt hol­lensk­um og bresk­um inn­stæðueig­end­um. Það hafi brotið gegn jafn­ræðis­regl­unni.

Á vefn­um Eu­obser­ver er full­yrt, að á leiðtoga­fundi Evr­ópu­sam­bands­ins í júní hafi komið fram, að Ices­a­ve-málið svo­nefnda væri sam­eig­in­legt mál alls sam­bands­ins þótt fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hafi lýst því yfir, að málið sé ein­göngu á milli Íslands ann­ar­s­veg­ar og Breta og Hol­lend­inga hins veg­ar. 

ABC Nyheter
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK