Verðhjöðnun mældist í Litháen í ágúst en á milli mánaða lækkaði verð um 0,3%. Engin breyting varð á milli júní og júlí. Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var hins vegar 1,8% en var 1,9% í júlí.
Í gær gaf fjármálaráðuneyti Litháens út spá um að hagvöxtur yrði 1,6% í ár en í fyrra nam samdrátturinn 14,8%. Mjög stíft aðhald hefur verið í efnahagsmálum Litháa undanfarin misseri en landið stefnir á upptöku evru árið 2014.