Deutsche má yfirtaka Actavis

Merki Deutsche Bank í Bonn.
Merki Deutsche Bank í Bonn. Reuters

Þýski bank­inn Deutsche Bank fékk í dag samþykki frá sam­keppn­is­yf­ir­völd­um Evr­ópu­sam­bands­ins fyr­ir yf­ir­töku bank­ans á ís­lenska sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæk­inu Acta­vis. Reu­ters frétta­stof­an grein­ir frá þessu.

Acta­vis, og eig­andi fé­lags­ins Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, gengu frá sam­komu­lagi við Deutsche Bank um end­ur­fjármögn­un skulda Björgólfs Thors sem eru metn­ar á millj­arða evra í júlí sl.

Tel­ur ESB að samn­ing­ur­inn skaði ekki sam­keppni í ríkj­um ESB þar sem bank­inn og lyfja­fyr­ir­tækið eru svo ólíkri starf­semi.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Acta­vis í júlí, að gengið hefði verið frá samn­ing­um um end­ur­fjármögn­un Acta­vis Group í sam­vinnu við lán­ar­drottna fé­lags­ins. Þá kom fram í til­kynn­ingu frá Björgólfi Thor Björgólfs­syni á sama tíma, að hann yrði áfram leiðandi hlut­hafi í fé­lag­inu og sitji í stjórn þess.

Björgólf­ur Thor fékk 4,7 millj­arða evra að láni frá Deutsche Bank árið 2007 til að fjár­magna kaup á Acta­vis.

Frétt Reu­ters í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK