Kreppan hefur þurrkað út kaupmáttaraukningu áranna 2004-2008

Kaupmáttur launa er nú svipaður og á árinu 2003.
Kaupmáttur launa er nú svipaður og á árinu 2003. mbl.is/Brynjar Gauti

Kaup­mátt­ur launa er nú svipaður og hann var árið 2003. Því læt­ur nærri að krepp­an hafi þurrkað upp alla kaup­mátt­ar­aukn­ing­una sem átti sér stað á tíma­bil­inu 2004-2008, að því er seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

Kaup­mátt­ur launa minnkaði um 0,2% í ág­úst frá fyrri mánuði, en und­an­farna tólf mánuði hef­ur hann auk­ist um 1,4%. Þetta er þriðji mánuður­inn í röð sem kaup­mátt­ur launa hækk­ar miðað við tólf mánaða takt­inn en þar á und­an hafði hann lækkað linnu­laust allt frá árs­byrj­un 2008 vegna mik­ill­ar verðbólgu á sama tíma og lít­il breyt­ing var á laun­um, sam­kvæmt Morgun­korni Íslands­banka.

Hef­ur kaup­mátt­ur launa nú rýrnað um 10,6% frá því að hann var hér mest­ur í janú­ar árið 2008 og er nú á svipuðum stað og hann var árið 2003.

Já­kvæðari þróun virðist nú vera haf­in í inn­byrðis þróun launa og verðlags og reikna má með því að kaup­mátt­ur launa auk­ist hóf­lega á næst­unni og þá einna helst vegna frek­ari hjöðnun­ar verðbólg­unn­ar, seg­ir enn­frem­ur í Morgun­korni.

„Sam­hliða út­gáfu mánaðarlegr­ar launa­vísi­tölu birt­ir Hag­stof­an greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­töl­una.  Vísi­tal­an fyr­ir októ­ber­mánuð var 101,2 stig og hækk­ar lít­il­lega milli mánaða, eða um 0,2 stig. Er vísi­tal­an reiknuð sem marg­feldi af launa­vísi­tölu og at­vinnu­stigi og er stuðst við töl­ur ág­úst­mánaðar við út­reikn­ing á vísi­töl­unni fyr­ir októ­ber.

Ástæðan fyr­ir breyt­ing­unni nú er sú að at­vinnu­leysi minnkaði um 0,2 stig milli mánaða í ág­úst, þ.e. fór úr 7,5% í júlí í 7,3% í ág­úst, en launa­vísi­tal­an stóð í stað á sama tíma eins og á und­an er getið.

Gildi greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­töl­unn­ar nú er hið hæsta frá því út­reikn­ing­ur henn­ar hófst í janú­ar 2008. Verður greiðslu­byrði þeirra sem eru með íbúðalán sín í greiðslu­jöfn­un því meiri en verið hef­ur frá því greiðslu­jöfn­un­in var inn­leidd und­ir lok árs­ins 2008," seg­ir í Morgun­korni í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK