Neytendur ekki bjartsýnni í sextán ár í Finnlandi

Höfuðstöðvar Nokia stærsta fyrirtækis Finnlands
Höfuðstöðvar Nokia stærsta fyrirtækis Finnlands Reuters

Bjart­sýni finnskra neyt­enda hef­ur ekki verið jafn mik­il í sex­tán ár, sam­kvæmt nýrri könn­un sem Hag­stofa Finn­lands hef­ur birt. Mæld­ist vísi­tal­an 23 stig í sept­em­ber en var 21,9 stig í ág­úst og 11,7 stig í sept­em­ber í fyrra. Hef­ur trú al­menn­ings á efna­hag lands­ins ekki verið meiri síðan árið 1994.

56% þeirra sem tóku þátt töldu að efna­hag­ur Finn­lands myndi batna enn frek­ar á næstu tólf mánuðum á meðan ein­ung­is 8% töldu hann eiga eft­ir að versna.

Hins veg­ar er staðan ekki jafn góð þegar kem­ur að vísi­tölu fram­leiðslu en trú al­menn­ings á hag fram­leiðslu­fyr­ir­tækja er minni en í meðalári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK