Árvakur rekinn með 667 milljóna króna tapi

Höfuðstöðvar Morgunblaðsins.
Höfuðstöðvar Morgunblaðsins. Morgunblaðið/ÞÖK

Rekstr­artap Árvak­urs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðsins og mbl.is, nam 667 millj­ón­um króna í fyrra, að því er fram kem­ur í árs­reikn­ingi fé­lags­ins. Rekstr­artap að viðbætt­um fjár­magns­gjöld­um nam tæp­um 1,4 millj­örðum. Rekstr­ar­tekj­ur námu 2,7 millj­örðum á ár­inu og dróg­ust sam­an um einn millj­arð á milli ára. Þrátt fyr­ir rekstr­artapið skilaði fé­lag hagnaði upp á 2,5 millj­arða en það mark­ast fyrst og fremst af niður­færslu lána upp á 4,7 millj­arða. Þegar nýir fjár­fest­ar komu að fé­lag­inu var það end­ur­fjármagnað og sam­hliða því var gert sam­komu­lag við lán­ar­drottna um niður­fell­ingu hluta eldri skulda sem svo er tekju­færð í reikn­ingn­um.

Sjá má af upp­gjör­inu að rekstr­ar­árið hafi ein­kennst af aðhaldi sam­hliða minni tekj­um. Þannig minnkaði launa­kostnaður um hálf­an millj­arð milli ára og heild­ar­út­gjöld dróg­ust sam­an um 1,5 millj­arða. Árvak­ur skuldaði um 2,3 millj­arða í árs­lok 2009. Eigið fé fé­lags­ins var 776 millj­ón­ir.

Að sögn Óskars Magnús­son­ar, út­gef­anda,  var árið 2009 óvenju­legt hvað rekstr­ar­um­hverfi varðar. Rekst­ur­inn var end­ur­skipu­lagður, dag­blaðið 24 stund­ir var lagt niður og áhrifa þess gæt­ir í upp­gjöri árs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK