Viðskipti með Iceland rannsökuið

Verið er að rann­saka hvort mörg­hundruð millj­arða króna viðskipti með bresku versl­un­ar­keðjuna Ice­land hafi verið risa­vax­in flétta og markaðsmis­notk­un til að sjúga fé út úr ís­lensku bönk­un­um. Þetta kom fram í frétt­um Sjón­varps­ins í kvöld.

Að sögn Sjón­varps­ins keypti fé­lag und­ir for­ustu Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar og Pálma Har­alds­son­ar Ice­land árið 2005 fyr­ir jafn­v­irði 35 millj­arða króna á nú­ver­andi gengi.  Tveim­ur árum síðar stofnuðu sömu aðilar annað fyr­ir­tæki, sem keypti Ice­land á jafn­v­irði 100 millj­arða. Í báðum til­fell­um voru kaup­in fjár­mögnuð með láns­fé frá ís­lensku bönk­un­um.

Sjón­varpið sagði, að með þessu hefði upp­haf­lega fé­lagið inn­leyst mik­inn hagnað sem var greidd­ur út til eig­enda. Baug­ur Group hafi síðan árið 2008 selt gamla Lands­bank­an­um 8% hlut í Ice­land í mars á 11 millj­arða og síðan 7,5% hlut í júlí á 18 millj­arða. Geng­is­hækk­un­in á þessu 5 mánaða tíma­bili var 74%. Einnig keypti Glitn­ir 7,5% hlut í Ice­land á 18 millj­arða. Sam­kvæmt þessu var Ice­land metið á 250 millj­arða króna síðsum­ar 2008.

Fjallað var um viðskipt­in með bréf Ice­land árið 2008 í Morg­un­blaðinu í apríl sl. Þar kom fram, að þessi skyndi­lega verðhækk­un á hluta­bréf­um Ice­land hefði að hluta verið  skýrð með nýj­um fjár­hags­upp­lýs­ing­um sem bár­ust um Ice­land milli viðskipt­anna.

Morg­un­blaðið sagði, að þær 240 millj­ón­ir punda sem Baug­ur fékk fyr­ir sam­tals 23% hlut í Ice­land notaðar til greiðslu á öðrum skuld­um. Baug­ur fékk hins veg­ar kauprétt á hlut­un­um í Ice­land sem seld­ir voru til bank­anna tveggja. 

Morg­un­blaðið sagði einnig, að fé­lagið Stytta seldi Lands­bank­an­um 29% hlut í Ice­land, sem áður var í eigu Fons, á 430 millj­ón­ir punda í ág­úst 2008. Því tókst að losa tæp­lega 700 millj­ón­ir punda fyr­ir rúm­lega 52% hlut í fyr­ir­tæk­inu.  

Sjón­varpið sagði, að skila­nefnd­ir Lands­bank­ans og Glitn­is skoðuðu nú þessi viðskipti með aðstoð sér­fræðinga og ang­ar máls­ins hefðu ratað til sér­staks sak­sókn­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK