Telja líkur á myndarlegri vaxtalækkun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Orð Seðlabanka­stjóra í ræðu og riti í gær benda til þess að meiri lík­ur en áður séu á mynd­ar­legri vaxta­lækk­un þann 8. des­em­ber næst­kom­andi og að all­langt sé enn í að veru­leg breyt­ing verði á gjald­eyr­is­höft­um, seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

Er þar vísað til orða Más Guðmunds­son­ar í for­mála að ný­út­komnu seinna tölu­blaði rits Seðlabank­ans, Fjár­mála­stöðug­leiki, þetta árið.

„Í ræðu sem Már hélt á aðal­fundi Sam­bands ís­lenskra spari­sjóða um svipað leyti og of­an­greint rit kom út hegg­ur hann að mörgu leyti í sama knér­um. Bætti hann þó við að nýj­asta verðbólgu­mæl­ing Hag­stof­unn­ar, sem birt var í gær­morg­un, und­ir­strikaði að svig­rúm væri enn til staðar til frek­ari lækk­un­ar seðlabanka­vaxta líkt og pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans taldi eft­ir síðustu vaxta­ákvörðun.

Einnig nefndi hann að 2-2,5% virk­ir raun­stýri­vext­ir, eins og nú er raun­in, væru ein­fald­lega of háir miðað við stöðu hag­kerf­is­ins eft­ir að mark­mið um geng­is­stöðug­leika og verðbólgu hafa náðst. E

f höfð er hliðsjón af því að flest bend­ir til að stjórn­völd muni fara sér hægt við aflétt­ingu gjald­eyr­is­hafta á næsta ári má því segja að flest skil­yrði séu til staðar fyr­ir tals­verða vaxta­lækk­un þann 8. des­em­ber, og er ekki úti­lokað að stigið verði stærra skref þá en þeir 50 punkt­ar sem við spáðum ný­verið að yrði raun­in. Í þessu ljósi er tals­verðar lík­ur á 75 punkta lækk­un þótt við telj­um enn að 50 punkta lækk­un sé lík­leg­ust," seg­ir í Morgun­korni Grein­ing­ar Íslands­banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK