Eignir banka aukast

Heild­ar­eign­ir inn­láns­stofn­ana námu 2881 millj­örðum króna í lok nóv­em­ber og hækkuðu um 48 millj­arða frá síðasta mánuði. Heild­ar­skuld­ir inn­láns­stofn­ana námu 2453 millj­örðum í lok nóv­em­ber og hækkuðu um 17,7 millj­arða á milli mánaða. Eigið fé inn­láns­stofn­ana nam í lok nóv­em­ber 428 millj­arðar og hækkaði um 30 millj­arða frá fyrra mánuði.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um sem Seðlabank­inn hef­ur  birt. Stof­nefna­hags­reikn­ing­ar nýju bank­anna þriggja, Ari­on banka, Íslands­banka og NBI lágu fyr­ir í lok árs­ins 2009 og hófst þá aft­ur reglu­bund­in söfn­un og úr­vinnsla gagna frá nýju bönk­un­um.

Seðlabank­inn seg­ir, að mik­il vinna hafi verið lögð í það und­an­farna mánuði að hálfu nýju bank­anna og Seðlabank­ans að vinna upp eldri gögn. Gögn­in sem nú eru birt séu þó bráðabirgðagögn og miðist við þær upp­lýs­ing­ar frá bönk­um og spari­sjóðum sem nú eru til­tæk­ar. Þar sem þó nokk­ur óvissa ríki enn um mat á eign­um í kjöl­far banka­hruns­ins kunni gögn­in að breyt­ast eft­ir því sem áreiðan­legra verðmat verður til. 

Útlán bank­anna eru í töl­un­um met­in á kaup­v­irði þ.e. því virði sem þess­ir aðilar keyptu út­lána­safnið á af Kaupþing banka, Glitni og Lands­banka Íslands. Seðlabank­inn seg­ir, að kaup­v­irðið sé það virði, sem vænt er að muni inn­heimt­ast af út­lán­un­um. Virði út­lána­safns­ins end­ur­spegli því ekki skulda­stöðu viðskipta­vina. Þá eru lána­söfn­in  end­ur­met­in með reglu­bundn­um hætti, sem geti leitt til hækk­un­ar eða lækk­un­ar á virði ein­stakra lána. 

Vef­ur Seðlabank­ans

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK