Fjallað um 32 milljarða millfærslur

Reuters

Breska blaðið Tel­egraph fjall­ar í dag um bréf sem skila­nefnd Lands­bank­ans hef­ur sent stjórn­end­um bank­ans þar sem út­listað er hvernig 174 millj­ón­ir punda (um 32 millj­arðar kr.) hafi verið færðar út úr bank­an­um með ólög­mæt­um hætti sama dag og hann var þjóðnýtt­ur.

Fram kem­ur að meiri­hluti fjár­hæðar­inn­ar hafi farið til fyr­ir­tækja í eigu Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar og föður hans Björgólfs Guðmunds­son­ar.

Blaðið grein­ir frá því að Björgólf­ur Thor, sem sé bú­sett­ur í Lund­ún­um, sé einn af auðug­ustu mönn­um heims. Tel­egraph seg­ir að eign­ir hans séu metn­ar á einn millj­arð Banda­ríkja­dala.

Í bréf­inu seg­ir að stjórn­ar­menn bank­ans hafi átt að gera sér grein fyr­ir því þann 6. októ­ber 2008 að bank­inn hefði verið orðin gjaldþrota. Það sé mat skila­nefnd­ar­inn­ar að fjár­magns­flutn­ing­arn­ir hafi dregið úr verðmæti eigna bank­ans og misn­unað kröfu­höf­um. Þar af leiðandi hafi verið um ólög­mæt­an gjörn­ing að ræða.

Frétt Tel­egraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK