Verðtrygging hafði óveruleg áhrif á skuldavandann

Verðtrygg­ing á íbúðalán­um hafði lít­il sem eng­in áhrif við að búa til skulda­vanda heim­il­anna og af­nám verðtrygg­ing­ar eða tak­mörk­un mun að sama skapi ekki leysa þann vanda.

Þetta er mat Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða, en sam­tök­in leggj­ast gegn frum­varpi, sem all­ir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins lögðu fram síðastliðið vor, þess efn­is að sett sé 4% þak á hækk­un verðtryggðra lána til neyt­enda á árs­grund­velli.

Í frétta­skýr­ingu um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að í um­sögn sam­tak­anna, sem var ný­verið send til efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, sé vak­in at­hygli á því að „í umræðunni um skulda­vanda heim­il­anna er sjaldn­ast minnst á meg­in­or­sök vand­ans, sem fyrst og fremst staf­ar af óhóf­legri lán­töku“.

Sam­tök­in benda á í því sam­hengi að ef horft er til tím­ans fyr­ir hrun banka­kerf­is­ins – frá árs­byrj­un 2004 til sept­em­ber 2008 – þá juk­ust skuld­ir heim­il­anna um ríf­lega 1.100 millj­arða króna. Þetta jafn­gild­ir skulda­aukn­ingu upp á 145% á sama tíma og verðbólga jókst hins veg­ar um 35%. Aðeins 5% af þess­um auknu skuld­um komu til vegna út­lána frá líf­eyr­is­sjóðunum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK