Sahara vinnur Netty-verðlaunin

Eva Þorsteinsdóttir og Jón Gísli Ström hjá Sahara.
Eva Þorsteinsdóttir og Jón Gísli Ström hjá Sahara. Ljósmynd/Aðsend

Auglýsingastofan Sahara vann á dögunum til hinna virtu Netty-verðlauna í flokknum Digital Marketing (Best Cross-Channel Campaign (Hospitality), fyrir stafrænu markaðsherferðina „Where Luxury Meets Tradition“ fyrir Torfhús Retreat.

Í tilkynningu frá Sahara segir að Netty-verðlaunin séu meðal þeirra virtustu í stafræna heiminum og var komið á fót til að veita viðurkenningar fyrir árangur í stafrænni markaðssetningu og heiðra fólk og fyrirtæki í fremstu röð í meira en 100 mismunandi flokkum.

Verðlaunahafar eru valdir á grundvelli fjölmargra þátta, þar er m.a. horft til hugmyndaauðgi, nýsköpunar, tæknilegrar getu og heildarárangurs á viðkomandi sviði. Netty-verðlaun setja þannig skýr viðmið um afburða vinnubrögð sem skila hámarksárangri.

„Það er ótrúlegur heiður fyrir okkur að hljóta þessa viðurkenningu frá Netty Awards. Starfsfólkið okkar hefur lagt þrotlausa vinnu og mikinn sköpunarkraft í herferðina fyrir Torfhús Retreat. Þessi verðlaun eru því til vitnis um dugnað þeirra og eldmóð og ég gæti ekki verið stoltari,“ segir Jón Gísli Ström, Stafrænn markaðsstjóri hjá Sahara.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK