Andri Þór valinn viðskiptafræðingur ársins

Elka Ósk Hrólfsdóttir, formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga, Andri Þór …
Elka Ósk Hrólfsdóttir, formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands, og Sverrir Falur Björnsson, varaformaður Félags viðskipta- og hagfræðinga. Ljósmynd/Aðsend

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands, hefur verið valinn viðskiptafræðingur ársins 2024.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félagi viðskipta- og hagfræðinga en það veitir honum titilinn fyrir framúrskarandi störf í íslensku viðskiptalífi.

Í tilkynningunni segir að dómnefnd félagsins hafi valið Andra Þór einróma sem viðskiptafræðing ársins 2024. Hann hafi lagt mikla áherslu á að skapa jákvæða vinnustaðamenningu, gott starfsumhverfi og stutt jafnréttismál.

Andri stýrði vel heppnaðri skráningu Ölgerðarinnar á aðalmarkað Kauphallarinnar í júní árið 2022. Hann hefur unnið hjá Ölgerðinni í yfir 20 ár og hefur fyrirtækið náð miklum árangri þrátt fyrir krefjandi efnahagsaðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK