Fjórir nýir forstöðumenn Krónunnar

Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður Markaðsmála og sjálfbærni, Einar Þór Einarsson, framkvæmdastjóri …
Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður Markaðsmála og sjálfbærni, Einar Þór Einarsson, framkvæmdastjóri framleiðslufyrirtækisins Icelandic Food Company, Bjarki Jónsson, forstöðumaður Aðfangastýringar, og Ásta Bærings, forstöðumaður Mannauðs og menningar. Ljósmynd/Krónan

Freyja Leópoldsdóttir, Einar Þór Einarsson, Bjarki Jónsson og Ásta Bærings eru nýir forstöðumenn á ýmsum sviðum Krónunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Freyja Leópoldsdóttir er nýr forstöðumaður Markaðsmála og sjálfbærni fyrirtækisins. Freyja kemur frá S4S, þar sem hún starfaði sem framkvæmdastjóri markaðsmála frá árinu 2019. Fyrir þann tíma var Freyja markaðsstjóri Bílaumboðsins Öskju frá árinu 2012.

Einar Þór Einarsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra framleiðslufyrirtækisins Icelandic Food Company sem er dótturfyrirtæki Krónunnar. Frá árinu 2019 starfaði hann hjá Icelandair sem deildarstjóri á flugrekstrarsviði eftir að hafa verið forstöðumaður á fríverslunarsviði WOW Air frá 2018.

Einnig hefur Einar reynslu á fjármálamarkaði, meðal annars sem innlánastjóri og í fjárstýringu hjá Kaupþingi, Arion banka og Kviku frá 2007 til 2018.

Aðfangastýringar og stafrænar lausnir

Bjarki Jónsson er nýr forstöðumaður Aðfangastýringar hjá Krónunni. Hann á sér langa sögu hjá Krónunni en hann hóf sinn feril í kjötafgreiðslunni í Nóatúni árið 2006. Hann réð sig síðar til WOW air sem flugliði en hóf aftur störf hjá Krónunni árið 2019 og hefur sinnt margvíslegum verkefnum síðan þá á sviði aðfangastýringar, kerfisinnleiðinga og umbótaverkefna.

Ásta Bærings hefur verið ráðin forstöðumaður Mannauðs og menningar hjá Krónunni. Ásta kemur frá Þekkingu þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri frá árinu 2019. Hún hefur reynslu á sviði umbreytinga ferla og vinnulags og það með stafrænar lausnir að leiðarljósi.

Framkvæmdastjóri Krónunnar lýsir yfir ánægju

Haft er eftir Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar, í tilkynningunni.

„Við erum gífurlega ánægð að fá til liðs við okkur þessa öflugu og drífandi stjórnendur og það á mikilvægum tímum þar sem Krónan er í miklum vexti og spennandi verkefni fram undan. Þeirra reynsla og þekking mun efla okkur og styrkja enn frekar á okkar vegferð að mæta fjölbreyttum þörfum viðskiptavina okkar með framþróun og jákvæða upplifun að leiðarljósi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK