Ýmir Örn hættir hjá Festi 

Ýmir Örn Finnbogason.
Ýmir Örn Finnbogason. Ljósmynd/Aðsend

Festi og Ýmir Örn Finnbogason hafa komist að samkomulagi um að hann láti af störfum sem framkvæmdastjóri N1 frá deginum í dag en hann stígur um leið út úr framkvæmdastjórn Festi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi, en Ýmir Örn hefur starfað sem framkvæmdastjóri N1 frá júní 2023. Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi, mun gegna starfi framkvæmdastjóra N1, þar til nýr aðili verður ráðinn, en í tilkynningunni kemur fram að starfið verði auglýst laust til umsóknar á næstu vikum. 

Ýmir Örn starfaði áður hjá Deloitte þar sem hann var yf­ir­maður viðskipta­grein­ing­ar frá 2021 og og þar áður sem fjármálastjóri hjá Plain Vanilla. 


„Við þökkum Ými fyrir gott samstarf og samfylgdina síðastliðið ár og óskum honum velfarnaðar í nýjum verkefnum,“ segir Ásta S. Fjeldsted, forstjóri Festi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK