Arion banki greiðir 585 milljónir i sekt

Arion banki hefur samþykkt að greiða 585 milljónir í sekt.
Arion banki hefur samþykkt að greiða 585 milljónir í sekt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki hef­ur þegið sátt­ar­boð Fjár­mála­eft­ir­lits­ins vegna ann­marka á vörn­um bank­ans gegn pen­ingaþvætti, sem upp­götvuðust árið 2022. Bank­inn greiðir 585 millj­ón­ir króna í sekt.

Sumarið 2022 gerði Fjármálaeftirlit Seðlabankans könnun á aðgerðum Arion banka „gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráningu og rekjanleika í upplýsingakerfum bankans í tengslum við þær aðgerðir,“ að því er segir í tilkynningu Arion banka um sáttina.

Viðurkenna annmarka

Þar segir að könnunin hafi leitt í ljós annmarka á framkvæmd bankans þegar kemur að almennu áhættumati vegna peningaþvættis og fjármögnun hryðjuverka og áhættumati samningssambanda og einstakra viðskipta.

Einnig hafi verið annmarkar á framkvæmd áreiðanleikakannanna, reglubundins eftirlits og tilkynninga.

„Með sáttinni viðurkennir bankinn annmarka á framangreindri framkvæmd og þykir okkur miður að ekki hafi verið rétt staðið að málum á þessum tíma,“ segir í tilkynningu bankans.

Arion banki er ekki eini bankinn sem hefur þurft að greiða sekt vegna brota sem þessara. Fyrr í þessum mánuði gerði Íslandsbanki sátt við Fjármálaeftirlitið vegna annmarka á vörnum bankans gegn peningaþvætti og var bankanum gert að greiða 570 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK