Tekjuaukning þrátt fyrir tap hjá 66°Norður

Verslun 66°Norður í Bankastræti.
Verslun 66°Norður í Bankastræti.

Rekstrartekjur Sjóklæðagerðarinnar hf., móðurfyrirtækis 66°Norður, jukust um 18% milli ára, úr 5,585 milljörðum króna á árinu 2022 í 6,571 milljarðara króna árið 2023. Tap félagsins nam þó um 366 milljónum á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. 

Hagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 698 milljónum króna, miðað við 232 miljónir króna í fyrra. 

Afskriftir félagsins eru hins vegar nokkrum milljónum umfram EBITDA-hagnaðinn, eða 707 milljónir og er því rekstrarafkoma félagsins neikvæð upp á 9 milljónir króna. Til viðbótar bætast svo við 363 milljónir í fjármagnsgjöld og 15 milljóna skattaeign og kemur það niður á 366 milljóna króna heildartapi yfir árið.

Eigið fé félagsins voru tæpir 1,948 milljarðar króna og eignir þess rúmir 8,159 milljarðar króna. Félagið mun ekki greiða út arð í ár.

Tekjuaukning varð í alþjóðlegri smásölu hjá félaginu á árinu 2023 sem skýrist fyrst og fremst vegna opnunar verslunar 66°Norður á Regent Street í London í lok árs 2022, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Sölutekjur á Íslandi voru einnig 15% meiri árið 2023 miðað við árið 2022 og sala á netinu jókst um 15% á milli ára.

Í tilkynningu frá félaginu, segir að síðastliðið rekstarár hafi einkennst af hárri verðbólgu og háu vaxtastigi. Þrátt fyrir krefjandi tíma hefði tekjuaukningin birst í helstu dreifileiðum, verslunum, heildverslun og netverslun og áhersla verður áfram lögð á styðja við frekari vöxt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK