Tixly semur við eitt virtasta tónlistarhús heims

Tónlistarhúsið Wiener Konzerthaus í Vín.
Tónlistarhúsið Wiener Konzerthaus í Vín. Ljósmynd/Aðsend

Tixly, íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar miðasölukerfi, hefur samið við Wiener Konzerthaus í Vín.

Tónleikahúsið, sem er eitt af þekktustu og virtustu menningarhúsum heims og helsta kennileiti Vínarborgar, mun taka í notkun hugbúnað Tixly á næsta ári. Samningurinn við Wiener Konzerthaus er í tilkynningu frá Tixly sagður mikill áfangasigur fyrir fyrirtækið. 

Hugbúnaður Tixly mun bjóða notendavæna og nútímalega upplifun við miðasölu fyrir fjölda gesta sem sækja tónlistarhúsið árlega, en þar eru haldnir rúmlega 800 viðburðir á ári, segir í tilkynningunni. 

Tixly hefur samið við eitt virtasta tónlistarhús heims og tónlistarhúsið …
Tixly hefur samið við eitt virtasta tónlistarhús heims og tónlistarhúsið mun taka upp hugbúnað þeirra á næsta ári. Ljósmynd/Aðsend

Miðpunktur tónlistar- og menningarlífs 

„Okkur er það mikill heiður að fá að starfa með tónleikahúsinu, sem hefur verið miðpunktur tónlistar- og menningarlífs Vínarborgar allt frá stofnun. Þetta samstarf styrkir ekki eingöngu stöðu okkar á þessu nýja markaðssvæði heldur fáum við að leggja okkar til við að rækta og efla arfleið eins virtasta tónleikahúss heims,“ er haft eftir Hrefnu Sif Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Tixly. 

Á Íslandi er fyrirtækið þekkt fyrir að reka miðasöluna Tix og á alþjóðamarkaði sér fyrirtækið um miðasölu fyrir menningar- og leikhús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK