Fleiri farþegar en sætanýting dregst saman

Forstjóri Play segir ánægjulegt að sjá vöxt í farþegatölum.
Forstjóri Play segir ánægjulegt að sjá vöxt í farþegatölum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5% meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýtingin í júní 2024 var 86,0%, sem er minna en á sama tíma í fyrra þegar sætanýting var 87,2%.

Play greinir frá þessu í tilkynningu.

Helsta ástæðan fyrir því að sætanýtingin lækki á milli ára er sögð vera aukið framboð á flugsætum yfir Atlantshafið frá samkeppnisaðilum. Þrátt fyrir það hafi orðið framfarir á lykilmörkuðum Play í Evrópu, segir í tilkynningunni.

Hlutfall farþega frá Íslandi hærra

Þá jukust framboðnir sætiskílómetrar (ASK) um 8,8% á milli ára og 7,3% aukning varð á seldum sætiskílómetrum (RPK).

Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní voru 31,9% á leið frá Íslandi, 24,3% voru á leið til Íslands og 43,8% voru tengifarþegar (VIA).

Hlutfall þeirra farþega sem flugu með Play  frá Íslandi jókst úr 29,8% í júní í fyrra í 31,9% í júní í ár, sem sýnir áframhaldandi vöxt Play á íslenska markaðinum, segir í tilkynningunni.

„Við erum ánægð að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefðum viljað sjá hærri sætanýtingu. Þessa niðurstöðu má rekja til aukinnar samkeppni í flug yfir Atlantshafið og til fækkunar farþega til Íslands sem er afleiðing af öflugu markaðsstarfi sem nágrannaríki okkar hafa ráðist í,” er haft eftir Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK