Hexatronic kaupir hluta af Endor frá Sýn

Höfuðstöðvar Sýnar.
Höfuðstöðvar Sýnar. mbl.is/Hari

Hexatronic Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um að kaupa hluta af Endor, sem er í eigu Sýnar og starfar m.a. á sviði þjónustu við gagnaver.

Kemur þetta fram í kauphallartilkynningu frá Sýn.

„Starfsemin sem við erum að kaupa snýr að samþættum upplýsingatæknilausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir sem vinna með sívaxandi magn af gögnum. Þetta er spennandi hluti markaðarins og með þessum kaupum erum við að efla okkar framboð í upplýsingatæknibúnaði og þjónustu,“ er haft eftir Martin Åberg, aðstoðarforstjóra Hexatronic.

Segir í tilkynningunni að ráðstöfunin sé liður í þeirri stefnu Sýnar sem snýr að því að auka skilvirkni í samstæðunni með áherslu á kjarnastarfsemi.

Innlendir viðskiptavinir áfram þjónustaðir af Endor

Haft er eftir Herdísi Dröfn Fjeldsted, forstjóra Sýnar, að ánægjulegt sé að hafa sterkan aðila til að taka við kyndlinum við að leiða þróun lausna fyrir gagnaver og háhraða tölvuklasa. Viðskiptin snerti þá aðallega alþjóðlega starfsemi Endor og stóra innlenda viðskiptavini sem nýta sérhæfðar samþættar lausnir.

„Innlendir viðskiptavinir Endor munu því áfram vera þjónustaðir af Endor ehf að mestu leiti. Við vonum að þessi vegferð og framtíðarsamstarf við Hexatronic muni frekar styrkja lausnamengi okkar fyrir viðskiptavini Endor,“ segir Herdís Dröfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK