Kaupir allt hlutafé í Promennt

Promennt er til húsa í Skeifunni.
Promennt er til húsa í Skeifunni. Ljósmynd/Ja.is

Félagið Grenihæð ehf. hefur keypt allt hlutafé í Promennt ehf. Fyrir á félagið allt hlutafé í NTV skólanum.

Bæði fræðslufyrirtækin sérhæfa sig í starfsmiðuðu námi, endurmenntun og í fræðslulausnum fyrir fyrirtæki.

„Með kaupunum er stefnt að því að auka við núverandi framboð á starfsmiðuðu námi og námskeiðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki ásamt því að samþætta námsleiðir sem nú þegar eru í boði. Promennt og NTV skólinn munu starfa áfram í sitt hvoru lagi og framkvæmdastjórar verða áfram þeir sömu,“ segir í tilkynningu.

Stærsta sérstaða beggja skólanna er diplómanám fyrir fullorðna sem skapar starfstækifæri á nýjum vettvangi á 6 til 18 mánuðum.

Fyrr á árinu stofnuðu Promennt og NTV skólinn saman Prófamiðstöð Íslands ehf. sem meðal annars mun annast framkvæmd prófa til viðurkennds bókara.

Promennt var stofnað árið 2000 og er til húsa í Skeifunni 11. NTV skólinn var stofnaður árið 1996 og er til húsa í Hlíðasmára 9 Kópavogi.  Heildarfjöldi nemenda sem sækja nám og námsleiðir i báðum skólunum er á milli eitt til tvö þúsund á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK