Spá því að verðbólgan lækki í 5,7%

Verðbólgan er að trappa sig neðar að því er kemur …
Verðbólgan er að trappa sig neðar að því er kemur fram í nýjustu Hagsjá Landsbankans. mbl.is/Valdís

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%.

„Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs,“ segir í nýrri Hagsjá bankans. 

Þá segir, að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK